Niður á hafsbotninn með Ísland! ?

Ég var að fá mér kaffi niðri í Tribeca áðan. Spjallaði heillengi við argentínubúa sem var í fríi, hagfræðing. Fyrir einhverjum árum í Argentínu hrundi efnahagurinn skyndilega og ástandið þar hríðversnaði. Það sem verra er, er að þrengra efnahagsástandi var fylgt eftir af sömu aðilum og stóðu fyrir einkavæðingarferlunum sem notast var við til að byggja upp spilaborgina. Sömu bankamenn voru í stjórnum og sömu braskarar fengu að vaða uppi og gera enn til dagsins í dag. Fylgifiskur þessa ástands er hrun í samfélaginu, aukin glæpatíðni, ungt fólk á kafi í sterkum eiturlyfjum, morðöldur og aðgerðarleysi af hálfu hins opinbera. Vonleysi og upplausn er í þjóðfélaginu, sem ekki sér fyrir endann á.Verið er að vernda þessa glæpona sem steyptu Argentínu. Almenningur líður fyrir gjörðir þeirra og skuldauppsöfnun.

Manni er spurn með Ísland: Verða sömu pólitíkusar við völd mikið lengur? Þeir sem staðið hafa fyrir einkavæðingarferlinu verða að víkja fyrir mildari aðferðum sem taka mið af hag fjöldans. Það er of mikið í húfi. Það er heil kynslóð í húfi, öll þessi börn í barna og leikskólunum. Einkavæðingarsýkillinn virðist hafa nagað sig inn í heilabú stórs hluta landsmanna, sem eru enn að sleppa úr sér frasa um einka- best og ríki- slæmt og álíka frösum sem Hannes H. og stuttbuxna- júníkkarnir eru að gjalla eins og prógrammeraðir róbottar frá gangsteraborginni Chicago.

Og manni er spurn, hvernig í ósköpunum gat hópur bankamanna á innsta kopp slegið lán fyrir verðbréfum, persónulegum lánum sem svara upphæð Kárahnjúkavirkjunar? Þetta er sjokkerandi! Þessar upphæðir gera gagnrýni á Kárahnjúkavirkjun hlægilegar, virkjunin er þó fjárfesting sem mun skila arði, hin lánin eru tapað fé og til þess eins gerð að svala spilafíkn gróðafíkla. Og þetta er fámennur hópur sem má sjálfsagt líkja við mafíu. Refir að gæta hænsnabús. Á þessi hópur að fá að ráða einhverju í ríkisvæddu bönkunum og fá þá svo aftur á silfurfati? Hvað er í gangi? Er þetta íslenskt hugvit eða er þetta fáránleikinn uppmálaður? Eiga þessir menn að komast upp með að gera svona mikið af sér, fyrir hvað þeir gáfu sér og sínum hirðfíflum þessi fáránlega háu laun? Milljón á dag fyrir að vera tótal fock-ups?

Frasi: "Í einkafyrirtæki væru svona menn reknir!" Já þetta litla! Það sem hefur gleymst undanfarin ár er þetta mikilvæga orð: RÍKISAÐHALD.

Maður lærði það kornungur að árum að verðbréf eru stór áhætta. Faðir minn gaf mér þá verðbréf í Flugfélaginu, sjálfsagt í kringum 1970. Þau urðu verðlaus á örfáum árum þá. Verðbréfafjárfesting er eins og fjárfesting við spilaborð í Las Vegas. Og fyrir þessu spilavíti voru slegin erlend lán sem skattgreiðendur og láglaunaður almenningur á nú að greiða upp -fyrir spilafíkla? 

Ef maður bryddaði upp á ríkisskuldum hafa misvitrir stuttbuxnadrengir síðustu árin verið að segja manni "Ó jú en þetta eru lán í einkaskuld, ríkið er skuldlaust og kemur ekkert nálægt þessu." Já auðvitað: 

Með svona hugviti er ekki nema ein leið framundan: Niður á hafsbotninn með Ísland! Með sömu skipstjóra við stjórnvölinn!

Nú er svo komið að erlendir lánadrottnar eru með krumlurnar á eistum landsmanna. Þeir halda fast í. Smá kreist og þá fá þeir það sem þeir vilja. Manni er spurn hvort almenningur hafi bolmagn í sér til að ýta frá og láta svara til saka þá sem eru ábyrgir fyrir þessu ástandi?

Einkaskuldirnar eiga að vera einkaskuldir. Þeir sem lifðu hæst á þeim eiga að borga fyrir þær sjálfir, enda er einkaframtakið alltaf best til þess fallið, ekki satt?


mbl.is Óháðir sérfræðingar rannsaka hvort lög hafi verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband