"I have seen the promised land" Obama forseti, söguleg stund hérna megin Atlantshafsins. Bandaríkjamenn kjósa loksins í rétta átt.

Hér í New York borg er klukkan rúmlega ellefu að kveldi. Fólk streymir út á götu og fagnar ákaft, hrópar og ræður sér ekki fyrir kæti. Síðustu vikur hafa margir gengið um með Obama hnappa og í Obama treyjum og slíku. Hef ekki séð einn einasta halda á nafni McCain.

Eftir kosningarnar 2004 var maður eiginlega búinn að missa alveg trúna á almenningi hér, að kjósa þennan ruglustrump aftur í Hvíta húsið eftir að hafa klúðrað svona hrikalega. Nú er hægt að sjá smá ljós aftur.

Obama sem forseti endurspeglar ekkert smá breytingar í Bandaríkjunum. Endalok Bush- áranna með öllum þeim hörmungum sem fylgdu og líka ákveðnum kafla lokað í Bandarískri sögu, þar sem svartir hafa verið útskúfaðir. Nú loksins er svartur forseti og menn mega heldur betur vera ánægðir með þann áfanga, hvort sem það lagfærir aðskilnaðarmálin eða ekki. Til lengri tíma litið er dagurin í dag mikil sögustund.

Þetta er góður dagur fyrir Bandaríkin. Og heiminn allann. Bara verst að Obama er ekki lengra til vinstri. Nú er að sjá hvað setur. Mér er minnistætt þegar Dinkins, sem líka er svartur, varð borgarstjóri í New York. Hann er líka svona mjúkur og þægilegur og var á endanum kennt um alls kyns ófarir af semi-fasistanum Giuliani. Sem er víst alvöru-karlmaður. Í augum sumra.

En mega menn bara segja skál  í bili og vonandi ganga næstu 4 árin betur en síðustu 4. Allt er betra en þetta furðuverk og kríp sem frá fer.


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta verdur mjög erfitt fyrir kallinn. BNA eru skuldug upp fyrir haus og eru ad drukkna í félagslegum vandamálum. Efnahagurinn er í algjörri rúst á sama tíma sem barist er í tveimur strídum. Bókstaflega eru meira en 100 miljónir bandaríkjamanna bláfátaekir. Í borginni Detroit er búid ad loka fyrir vatn og rafmagn til 20% heimila vegna ógreiddra skulda. Í NYC einni eru 100 thúsundir manna algjörlega hádir gódgerdasamtökum sem deila út máltídum. Raunverulegt ástand BNA er vídsfjarri theirri mynd sem dregin er upp í sjónvarpsefni og kvikmyndum framleiddum thar. Ríkustu 10% í BNA eiga 90% af audnum og langflestir bandaríkjamanna eiga EKKERT og stór hluti af theim skuldar. Ég yrdi ekki hissa thótt alsherjar hrun yrdi í BNA. BNA er núna rekid á lánum frá Japan, Kína og Rússlandi. Thad eru Heimskir Hansar á Íslandi sem hafa BNA sem fyrirmynd og vilja allsherjar einkavaedingu á öllum svidum. BNA aetti ad vera kennslubókardaemi sem sýnir ad slíkt er algjört órád. Sjálfstaedisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru einungis hagsmunaklíkur sem thjónar littlu broti af íslensku thjódinni en skadar alla adra. Vid verdum ad gera okkur grein fyrir thví ad thad er okkur ekki í hag ad kjósa thessa flokka heldur skadar stórkostlega eins og nú er áthreifanleg stadreynd.

Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 05:32

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mikið rétt, Goggi.

Ég hef séð og kynnst amerískri fátækt. Fyrst 1983 og alla tíð síðan. Hrunið sem þú talar um í BNA hefur þegar átt sér stað, m.a. í þeim myndum sem þú dregur upp, ekki satt. Og þér ratast satt orð á munn þegar þú segir heimskingja þá sem halda BNA fyrirmynd. Ég sagði oft fyrir tíu árum að einkavæðingarferlið á Íslandi myndi orsaka atvinnuleysi og þjóðfélagsvandamál, enda búinn að sjá þetta allt í BNA. En það var litið á mann eins og maður væri eitthvað illa gefinn. Sem má vel vera en er kapítuli út af fyrir sig.

En einn dag í einu. Það er stórt skref að fá Obama. Morgundagurinn mun eiga sín vandamál. Búskurinn eldri gerði sitt síðasta verk eftir að hafa tapað fyrir Clinton, að senda heri inn í Sómalíu. Ungur nemur, gamall temur. Clinton kennt um aumingjaskap. Drulluhalar eru á innsta kopp. Sjáum hvaða ævintýri verða til fyrir áramót.

Ólafur Þórðarson, 5.11.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Róbert Björnsson

"I have a dream that my four little children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin but by the content of their character.

I have a dream today."  MLK 1964

Loksins.

Var hræddur við að vakna í morgun því ég óttaðist að þetta hefði bara verið draumur.  En hann rættist! 

Þvílíkur léttir.

Róbert Björnsson, 5.11.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband