Krónan?

Björgúlfur, hinn mæti útrásarmaður, styrktaraðili listalífs og skurðgoð frjálshyggjupostulana segir í viðtali að krónan hafi verið mesta vandamálið. Maður veltir fyrir sér hvað býr að baki svona orðum, því ég veit ekki betur en að krónan hafi verið óvenju sterk og íslendingar getað veitt sér hluti fram yfir það sem er normið, vegna þess að krónan hafi verið góður gjaldmiðill. Og svo hefur maður heyrt að ýmsir hafi þénað drjúgt á krónunni í gegnum viðskipti. Stundum kemur gengisstaðan sér vel, stundum ekki. Soddan er det min ven.

En einhvern veginn held ég að þetta sé frekar grunn útskýring. Krónan er bara krónan okkar. Vandamálið hefur frekar verið ákveðið hugarfar sl. áratug með að allt sé falt, að í lagi sé að veðsetja upp í topp, selja fyrirtæki fram og aftur til að auka verðgildið og veðsetja meira, taka meiri lán og það er líklegast svona óábyrg græðgisvæðing og brask sem hefur eyðilagt hlutina frekar en krónan. Að húsnæðisverð hafi fjórfaldast í verði er risastór afturför í þjóðfélaginu. Að fólk sé að borga í áratug af íbúð sinni og höfuðstólinn sé sífellt að hækka í krónutölum, það er vandamálið. Þetta er eins og að leigja íbúð einhvers staðar og taka úr henni eldavél og arinn áður en henni er skilað aftur til eiganda. Bankar orðnir hinir nýju lénsherrar, það er vandamálið. Almenningur orðnir þrælar bankanna og allur þessi píramídi byggður úr sandi og leiktjöldum... og allir á leiðinni á hausinn... Að Ísland skuldi tífalda árlega þjóðarframleiðslu, það er vandamálið. Ég held það hafi lítið með krónuna sem slíka að gera, heldur viðskiptamáta sem hefur til langs tíma ekki meikað sens, brask er alltaf bara brask, sama hvernig við lítum á málin. Frjálshyggjan var alltaf skipbrot og sjálfsblekking. Ef menn notuðu viðskiptamódel sem ekki gengu upp með krónunni, af hverju voru þau viðskiptamódel notuð til að byrja með? Sem sagt ef á móti blæs, þá kolfellur spilaborgin út af krónunni? Maður bara spyr hver er byggingarmeistari slíks furðuverks?O.Thordarson: Kaffibolli nýfrjálshyggjunnar, steypa, 2004

Viðskipti, þjónustur og framleiðsla eru undirstaða. Las Vegas og verðbréf eru brauðfætur; aðferðafræði sjálfsblekkingarsjúkra. Nú erum við að fá gígantískt lán til að dekka hin lánin sem voru tekin til að dekka hin lánin sem voru tekin til að dekka hin lánin sem voru tekin til að... Hvar endar þessi della eiginlega, og er þeim gróðafíklum sem komu okkur í þetta vandamál treystandi til að koma okkur úr því? Ég held nú ekki!

Breytingin sem þarf að koma núna felst ekki í krónunni sjálfri. 

Ég held að vandamálið útskýrist miklu  frekar í að bankarnir hundsuðu sífelldar viðvaranir að utan. Ekki fyrir svo löngu síðan voru "Danir að reyna að eyðileggja íslenska banka!" Helvítis Danirnir. Eða hvað? Fyrir 3. árum var Royal Bank of Scotland að reyna að eyðileggja Ísland með sinni raunhæfu skýrslu um brauðfótamál íslensks efnahags. Umræðan er í raun á grátbroslegum forsendum. Fyrirmenn bankanna áttu að vera fremst í röð til að hlusta vel á ráðgjöf fjármálastofnana að utan en þeir hafa brugðist, í einhverjum PR leik í fjölmiðlum, leik með snöru, sífellt að gera hana lengri og lengri með "Áfram Ísland!" frösum. Og svo hlógu þeir og borguðu hver öðrum laun sem voru MILLJÓN á dag. Þar er myndbirting vandamálsins.

Svo má nú segja eins og er að menn eiga að haga sínum viðskiptum á þeim útgangspunkti sem tekur m.a. mið af því að Íslendingar nota krónuna. Ekki miða við að krónan vandamálið. Sumir hafa gengið svo langt að vilja taka upp enskuna. Nú er spurning hvort við þurfum ekki að taka upp frystinguna og frysta eignir þeirra sem tóku sér há laun fyrir að sofa á verðinum?

Kannski er allt þetta bara fyrirsögninni að kenna.

 

Meðfylgjandi mynd er af verki mínu "Kaffibolli nýfrjálshyggjunnar" 2004, úr steypu. (Einkaeign safnara í London).


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Mjög góð færsla hjá þér og alveg  eftir þeim hugsunum sem ég hef haft um þessi mál.

Takk fyrir þetta og Kærleikskveðja til USA

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband