6 punktar varðandi Vatnsmýrarflugvöll...

Já. Varðandi Vatnsmýrarflugvöll...kæru lesendur.

1. Vatnsmýrarflugvöllur er öryggisins vegna. Pælið í því. Aðrir staðir fyrir flug bara ekki eins öruggir. Flugið þarf jú sannarlega á öruggum stöðum að halda. Þetta er forgangsatriði. Flugið er ein undirstaða þjóðfélagsins. Það hefur ekki fundist betri staður á höfuðborgarsvæðinu. 

2. Möguleikinn á að flugvél "hitti" miðbæinn eins og Stuka eru algerlega hverfandi. Hvað þá að "hitt" sé á Alþingishúsið: Enn meira hverfandi. Það er ekki "ómögulegt," en svo litlar líkur á, að ef ég væri alþingismaður við störf hefði ég akkúrat ENGAR áhyggjur af flugvélunum. Meiri áhyggjur af ef lýðræðinu yrði sniðinn þrengri stakkur vegna braskara eða öfgahópa. Eins og þeirra sem vilja byggja á öryggisstað vegna "lóðaverðs í Vatnsmýri." Slysið í Bretlandi... mörgþúsundsinnum þéttbýlla land. Hvað hafa margar flugvélar "hitt" mannabyggð eða hús þar á síðustu 50 árum? 3? 10? Bretar byggðu völl á réttum stað í Vatnsmýri en með rangri grús. Og líkindareikningar eru auðvitað hjálplegir við að komast að réttum niðurstöðum: Völlinn á sínum stað.

3. Flugleiðaþotur þurfa stundum að lenda í Reykjavík vegna veðurs í Keflavík.  Hundruð farþega í hverri vél. Vinir okkar  og vandamenn eru í vélunum, takk fyrir. Vatnsmýrarflugvöllur er ekki bara fyrir sjúkraflug, heldur öryggisins vegna. OKKAR vegna. Flugvélar eru sem sagt ekki mannlaus flugskeyti eins og sum post-911 sjónvarps-drama-sjúklingar sjá þær, heldur viðkvæm en góð tæki með sérstakar kröfur til að viðhalda því mikla öryggi sem ríkir í fluginu. Ef rétt er á málum haldið verður Vatnsmýrarflugvöllur kjurr á sínum stað.

4. Keflavíkurvegur hefur verið dauðagildra og mun skána -en samt vera dauðagildra. Hraðbrautir eru fyrir aukinn hraða. Svell myndast, ökumenn syfjar undir Michael Bolton... tvöföldun vegar mun ekki tryggja öryggi. En bæta það til muna. Farþegaflugið í Keflavík er óþarfa AUKIN áhætta -en aðallega bara bruðl með tíma og peninga þeirra sem eru að ferðast. Eg þrái að fá að lenda í Reykjavík þegar ég kem að utan:

5. Alþjóðaflugið í Vatnsmýrina takk fyrir: Aukið öryggi og aukin þægindi.

6. "Vatnsmýrarbyggð" mun alls ekki sjálfkrafa styrkja miðbæinn 101.  Þeir sem halda fram styrkingu miðbæjar eru ekki að meðhöndla neinn sannleika. Líklegt alveg eins að millilandaflug í Vatnsmýri styrki 101. En miðbærinn styrkist auðvitað best á réttri innri uppbyggingu. 

Ólafur Þórðarson, arkitekt og listamaður, NYC.

 

Lagfært 31/3/2008 


mbl.is Fimm fórust í flugslysinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála

Sigurður Þórðarson, 31.3.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Einnig sammála þessu. Ég bendi stundum fólki á þessa mynd af Midway í Chicago. Reyndar skriplaði ein þota þar í hálku nýlega og rann á hús...

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 31.3.2008 kl. 03:14

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna fékkst þú mig til að velta vöngum og það var ekki fallegt af þér.

Í fyrsta lagi þá er ég með hálsríg og á erfitt með að hreyfa hausinn, og í öðru lagi hef ég eiginlega alltaf verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að fara.

Árni Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gott er að velta fyrir sér hlutunum frá mismunandi sjónarhornum. Til þess er umræðan.

Eiginlega var ég fyrir ekki svo löngu sammála að flugvöllurinn mætti vel fara, en fyrir um 15 árum leituðu á mig efasemdir um ágæti þess sem kæmi í staðinn, miðað við það sem hefur verið að byggjast á sl. áratugum. Síðan hefur margt enn lélegra verið byggt.

Svo hef ég með tímanum orðið meira ósannfærður um rökin fyrir flugvallarfærslunni, m.a. þeim rökum að það sé svo mikið óöryggi sem fylgir. Á sl. áratugum hafa mun fleiri farist eða stórslasast á Keflavíkurveginum en við Vatnsmýrina. Flugið er nokkuð öruggur ferðamáti og oft látið eins og mikil hætta sé á ferðum þegar hún er frekar lítil. Nauðsynlegt er að skoða hvar raunveruleg vandamál liggja og eiga við þau þar sem við á, hver sem þau eru, og svo leyfa því sem ekki er raunverulegt vandamál að vera ekki-vandamál. Ég fæ ekki séð að flugvöllurinn sé vandamál. En hálsrígur er sannarlega vandamál sem ég vona að batni eða verði viðunandi þannig að hægt sé að halda lífinu áfram. 

Ólafur Þórðarson, 31.3.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Það er klassi að hafa flugvöllinn þar sem hann er - þægilegt í alla staði og eins og þú svo réttilega nefnir; öryggismál. 

Pálmi Gunnarsson, 2.4.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1894

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband