PLÚMS: Að plúmsa eða ekki plúmsa.

Að Plúmsa.

Eftir því sem ég kemst næst er orðið "plúms" komið frá heimili Ólafs afa og Maríu ömmu í Brekkugötu á Akureyri. Það hefur s.s. verið um miðja síðustu öld, a.m.k. 1940-50. Seinna mikið notað á heimili mínu og á uppeldisárum okkar systkynanna var jafnan talað um að kenna krökkum að "plúmsa" í klóið. Þetta hefur kannski þótt meira "viðeigandi," veit ekki.

Ég var vanur þessu orði en enginn vinanna virtist vita um hvað verið var að ræða. Kannski ekki rætt mikið. Svo seinna meir sagði mér kunningi að hann hefði aldrei heyrt orðið áður en þætti það furðulegt. Verð eiginlega að vera sammála þessu. Og að orðið sé alveg frábært. Nú leikur mér forvitni á að vita hvaðan þetta kemur upprunanlega eða hvort orðið hafi náð einhverri útbreiðslu annars staðar.

Einnig var þetta orð notað hvorutveggja sem lýsingarorð og nafnorð.

Ætli nafnorðið beygist ekki svona:

Einn ánægður með fínar plúms-græjur.Hér er plúms

um plúms

frá plúmsi

til plúms 

 

Notkun:

"Þarftu að plúmsa, Gunna mín?"
"Hann plúmsaði þrisvar, en eitt var bara lítið plúms."
"Með plúmsinu skvettist mikið vatn."
"Ég er búinn að plúmsa, komdu að skeina mér!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki þetta orð - kannski frá þér frændi eða kannski af einstæðum áhuga á orðum sem tengjast þessari athöfn.

Samstarfsmaður frá Akureyri er fæddur árið 1960 og bjó tveimur götum fyrir neðan götu afa þíns, Brekkugötu,  kannast ekki við þetta orð. Líklega er þetta heimatilbúið orð.   

Örn Orrason (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þremur?
Nota HTML-ham

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband